Aðalfundur knattspyrnudeildar Þróttar 24.mars 2021


Boðað er til aðalfundar knattspyrnudeildar Þróttar 24.mars n.k. kl 17:30 í félagsheimili Þróttar að því gefnu að sóttvarnarreglur heimili.

Dagskrá fundarins er skv. lögum félagsins eftirfarandi:

  1.  Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2.  Formaður deildar flytur skýrslu liðins starfsárs og gjaldkeri skýrir reikninga deildarinnar.
  3.  Kosning formanns og stjórnar deildar.
  4.  Önnur mál.
  5.  Fundarslit.
Kosning til stjórnar og annarra trúnaðarstarfa skal vera leynileg, nema eigi séu fleiri í kjöri en kjósa á.  Séu atkvæði jöfn skal hlutkesti ráða.

Við kosningu formanns og stjórnar skal fyrst kjósa um formann og getur nýkjörinn formaður óskað eftir því við aðalfund að fram fari listakosning til stjórnar.  Ef aðeins best einn listi teljast þeir aðilar sjálfkjörnir.

Stjórn knattspyrnudeildar skipa fimm aðilar og tveir til vara.  Þeir aðilar sem hyggjast gefa kost á sér til formanns eða til setu í stjórn skulu tilkynna það til núverandi stjórnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund eða í síðasta lagi miðvikudaginn 17.mars n.k. á póstfangið trottur@trottur.is