Liðsstyrkur til kvennaliðs Þróttar

Þróttarar hafa bætt við sig liðsstyrk frá Bandaríkjunum enn og aftur.

Shea Moyer hefur skrifað undir samning um að leika með liðinu í PepsiMax deild kvenna í sumar. Shea er kröftugur miðjumaður sem á að baki öflugan feril í sínu heimalandi. Hún lék síðast með hinu feikisterka Penn State University liði og með því hefur hún unnið til gullverðlauna í einni sterkustu háskólakeppni í Bandaríkjunum. Hún hefur verið í æfingahópi fyrir bandarískra ungmennalandslið frá u14 – u20 og var talin meðal bestu nýliða bandarísku háskóladeildarinnar þegar hún hóf þar keppni.

Shea er væntanleg á næstum vikum til landsins.

,,Við höldum áfram að undirbúa kvennaliðið okkar fyrir sumarið. Shea Moyer er frábær viðbót, sterkur leikmaður með mikla tækni og hæfileika. Hún á að baki frábæran feril og á eftir að heilla stuðningsmenn Þróttar í sumar,“ segir Kristján Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar Þróttar.