Hjartað í Reykjavík, Þróttara skemmti- styrktarþáttur

Á fimmtudagskvöldið næsta, 18. mars kl. 20.00 verður frumsýndur á Stöð 2 nýr skemmtiþáttur undir heitinu Hjartað í Reykjavík. Hreinræktaður Þróttaraþáttur, framleiddur, saminn og fluttur og sendur út af Þrótturum. Þeir Jón góði Ólafsson og Bolli Már Bjarnason hafa veg og vanda af þessum þætti og halda utan um hann frá upphafi til enda.

Verð fyrir þáttinn er sérlega skemmtilegt 2900 kr.

Ekki þarf að vera áskrifandi að Stöð 2 heldur er hægt að kaupa stakan viðburð hérna: https://sjonvarp.stod2.is/product/6604. Afar auðvelt er að nýskrá sig og það gerir maður án nokkurra skuldbindinga!

Ef þú ert með myndlykil frá Stöð 2 finnur þú þáttinn undir ,,Viðburðir”. Það opnast fyrir þáttinn fimmtudagskvöldið 18. mars, kl. 20:00

Gestir þáttarins eru fjölmargir og kunna svo sannarlega að skemmta sér og öðrum í tali og tónum, Jón spilar sjálfur og syngur, Hildur Vala mætir með flauelsröddina, Halldór Gylfason verður að sjálfsögðu með og Ottó Tynes, hinn trausti meðreiðarsveinn hans auðvitað líka. Sóli Hólm og Sólrún Diego fara á skipulagskostum, Eyjólfur Kristjánsson lætur í sér heyra og hjónaleysin og tónlistarfólkið Sigurður Einarsson og Ingibjörg Fríða Helgadóttir töfra fram eitthvað óvænt.

Síðast en ekki síst; fyrirliðar karla- og kvennaliðsins, Daði Bergs og Álfhildur Rósa sýna á sér nýjar hliðar og ungstirnið Egill Helgason – okkar Egill Helgason sumsé – lætur ljós sitt skína.

Öll þessi skemmtun á aðeins 2900 kr. Sjáum til þess að öll Þróttaraheimili í bænum verði límd við skjáinn og njótum sköpunargáfu okkar góðu félaga.

Þökkum Luxor og Stöð2 sérstaklega fyrir stuðninginn.