Viðbrögð vegna Covid smits í yngri flokki í fótbolta

Uppfært kl. 12.03:
Allir iðkendur úr 5.flokki drengja eru beðnir um að halda sig heima við og bíða frekari fyrirmæla frá rakningateymi Almannavarna.

Upp hefur komið smit í einum yngri flokka drengja í knattspyrnu og í samráði við sóttrakningarteymi og almannavarnir hefur verið brugðist við með eftirfarandi hætti:

•  Húsið er lokað í dag, þriðjudaginn 23.mars, til kl 14:00 vegna sótthreinsunar.

•  Hringt hefur verið í foreldra/forráðamenn úr viðkomandi flokki og tilkynnt um smitið auk þess sem þeir eru beðnir um að sýna varúð en fyrirmæli um sóttkví berst frá rakningateymi ef við á.

•  Listi yfir alla þátttakendur í æfingu flokksins á föstudag hefur verið sendur sóttvarnaryfirvöldum.

•   Þjálfarar flokksins eru komnir í sóttkví.

•  Aðrir þjálfarar sem hafa verið í tengslum við liðið – þ.m.t. yfirþjálfari – munu ekki stýra æfingum á meðan við bíðum frekari upplýsinga

•  Beðið er frekari fyrirmæla frá heilbrigðisyfirvöldum/almannavörnum

  • Æfingar verða með hefðbundnum hætti og skv. æfingatöflu

Foreldrar/forráðamenn eru vinsamlegast beðnir um að brýna fyrir iðkendum að gæta að sóttvörnum, spritta hendur og nota andlitsgrímur og ef einhver finnur fyrir minnstu einkennum að fara þegar í stað í skimun.

Ef frekari upplýsinga er óskað þá vinsamlegast verið í sambandi við íþróttastjóra Þróttar á netfanginu thorir@trottur.is