Þróttur fer í páskafrí, húsið lokar, æfingar falla niður.


Frá og með deginum í dag hefur allt íþróttastarf með snertingu verið bannað af hálfu sóttvarnaryfirvalda til 15. apríl nk.

Allt starf á vegum Þróttar liggur niðri þar til því banni verður aflétt og verður húsið lokað fram yfir páska. Nánari upplýsingar verða birtar um leið og þær berast og eftir því sem tilefni er til. Stjórnir deilda munu í samráði við þjálfara skipuleggja æfingar og/eða annað starf og verður iðkendum tilkynnt um fyrirkomulag þess þegar það verður ljóst.

Þróttur mun fylgja þeim fyrirmælum sem yfirvöld gefa út og hvetur alla til að huga vel að sóttvörnum á næstu dögum. 

Nánari upplýsingar má finna vef stjórnarráðsins

Gleðilega páska!