Sam Ford til Þróttar

Þróttur hefur samið við enska leikmanninn Sam Ford um að leika með liðinu í sumar.

Sam er 22 ára miðherji fæddur í Ipswich en lék með u18 liði Ipswich og u23 ára liði West Ham og Derby, en hefur einnig leikið í Ástralíu og Slóveníu.

Sam hefur æft með liðinu að undanförnu og sýnt að hann er góður framherji með markanef og kraft og að hann verður góð viðbót við leikmannahóp mfl. Þróttar. 

Þróttarar bjóða Sam Ford velkomin til félagsins.