Aðalfundur knattspyrnudeildar

Aðalfundur knattspyrnudeildar Þróttar – sem fresta þurfti áður vegna kórónaveirufaraldurs – verður haldinn í Félagsheimili Þróttar fimmtudaginn 15. apríl og hefst kl. 17.00. 
Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf. 
Vakin er athygli á því að verði ekki hægt að halda fundinn með hefðbundnum hætti, verður honum streymt á netinu.

Nánari upplýsingar, komi til þess, verða veittar þegar nær dregur. 
Stjórn knd. Þróttar.