Svissneskur bakvörður til Þróttar

Lorena Baumann hefur gert samning við Þrótt um að leika með kvennaliði félagsins í efstu deild í sumar. 

Lorena Baumann er svissneskur landsliðsbakvörður, fædd 1997 og kemur til Þróttar frá  Zürich liðinu í samnefndri borg þar sem húin hefur leikið með aðalliðinu í efstu deild í Sviss frá 2017. Lorena þreytti frumraun sína með svissneska landsliðinu 2019 en að auki hefur hún leikið með yngri landsliðum Svisslendinga.

Við bjóðum Lorenu velkomna í í Þrótt.