Stjórn knd. Þróttar endurkjörinn á aðalfundi

Stjórn knd. Þróttar endurkjörinn á aðalfundi

Aðalfundur knattspyrnudeildar Þróttar var haldinn í dag, 15. apríl 2021. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf. Formaður flutti skýrslu stjórnar og er hún hér í viðhengi. Gjaldkeri fór yfir reikninga deildarinnar. Staða knattspyrnudeildarinnar er nú mun sterkari en undanfarin nokkur ár, stjórn er samhent og markmið skýr og fjárhagsstaðan hefur batnað eftir aðhaldsaðgerðir undanfarinna mánaða.

Helgi Sævarsson, form. mfl. ráðs karla gekk úr stjórn knd. og eru honum þökkuð mjög góð störf. Aðrir sitja áfram en ókjörið er í stöðu eins varmanns. Var stjórn falið að leysa úr því eins fljótt og auðið er.

Stjórn knd. skipa nú

Kristján Kristjánsson, formaður.

Ólafur Kjartansson,

Pála Þórisdóttir,

Bolli Már Bollason,

Kristófer Ólason,

Guðrún Skúladóttir.