Knattspyrnuskóli Þróttar sumarið 2021

Þróttur mun starfrækja knattspyrnuskóla í sumar fyrir iðkendur sem fæddir eru 2011-2014 (6. og 7. aldursflokkur) og hefst fyrsta námskeiðið þann 14.júní.

Um er að ræða heilsdags eða hálfsdags vikunámskeið þar sem knattspyrnan er í aðalhlutverki frá 09:00-12:00 og kennsla fer fram eftir hugmyndafræði félagsins um þjálfun barna og ungmenna.  Eftir hádegi, eða frá kl. 13:00 – 15:00 verður lögð meiri áhersla á fjölbreytni, farið í heimsóknir og aðrar íþróttir kynntar.

Opnað hefur verið fyrir skráningar á skráningarsíðu Þróttar, https://trottur.felog.is/