Frá formanni

Kæru Þróttarar,
Gleðilegt sumar og takk fyrir þennan sérkennilega vetur sem hefur sannarlega reynt á okkur úr öllum áttum. Vonandi er nú framundan bjartari tímar sem gera okkur kleift færa starfið okkar í eðlilegra
horf.
Mig langar aðeins að segja ykkur frá því sem hefur verið að gerast hjá okkur og er framundan á næstu vikum og mánuðum.

Í framhaldi af samkomulagi okkar við Reykjavíkurborg í mars sl. hefur
tekið til starfa vinnuhópur, skipaður af borgarstjóra, sem hefur það hlutverk að undirbúa framkvæmd á uppbyggingu nýrra gervigrasvalla og um uppbyggingu á inniaðstöðu félagsins. Hópurinn hittist núna vikulega og mun gera áfram. Undirbúningsvinna vegna nýra gervigrasvalla á Valbjarnarsvæðinu er vel á veg kominn og stutt í að okkur verði kynnt nýtt deiliskipulag um svæðið sem verður glæsilegt æfingarsvæði. Tími hins gamla Valbjararvallar í núverandu mynd er því liðinn undir lok. Ef tímaplön ganga eftir, og ekki koma neinar tafir við kynningu á deiliskipulaginu, munu framkvæmdir hefjast á Valbjarnarsvæðinu eftir að ReyCup líkur í sumar með það að markmiði að tveir nýjir gervigrasvegllir
verði tilbúnir næsta vor.
Eftir næstu áramót hefst svo vinna við endurnýjun á núverandi aðalvelli við félagshúsið. Það mun ráðast eftir framgangi í vetur á hvaða tímapunkti verður farið í aðalvöllinn, en hugmyndin er að hann verði tilbúinn sem fyrst næsta vor.

Vinna vegna hússins er skemmra á veg komin, en hópurinn á að skila af sér niðurstöðu eigi síðar en 1. des nk. Mikið af þeirri vinnu sem vinna á vegna hússins hefur þegar verið gerð og er til. Það er því von mín að niðurstaða muni liggja fyrir fyrr.
Það hafa verið í gangi ákveðnar lagfæringar í félagshúsinu okkar. Við erum að færa þvottahúsið í mun stærra rými og höfum keypt alvöru stórar iðnaðarþvottavélar sem breyta öllu fyrir okkur. Þvottahúsið er á lokametrunum og verður væntanlega tekið í notkun í næstu viku. Núverandi þvottahúsi verður breytt í búningsklefa, en okkur sárvantar fleiri klefa þar sem iðkendum hefur fjölgað svo mikið í knattspyrnunni. Vinna við breytingu á núverandi þvottahúsi hefjast strax og það nýja hefur verið tekið í notkun.

Einnig verður farið í breytingar og lagfæringar á skrifstofuhlutanum í
húsinu. Við munum skipta um öll gólfefni, húsnæðið málað og keyptar nýjar og léttari innréttingar. Þetta mun skapa starfsfólki og þjálfurum munu betri vinnuaðstöðu. Jafnframt verður útbúin starfsmannaaðstaða, en í dag er ekki nein aðstaða fyrir starfsfólk til að setjast niður önnur en
sameiginlegu svæðin. Það verða settir upp starfsmannaskápar, eldhúskrókur og tilheyrandi aðstaða.

Niðri í kjallara ætlum við að breyta notkun á vöru inngangnum norðan við húsið. Þar verður sett upp bílskúrshurð og þannig búin til góð geymsla og vinnuaðstaða fyrir húsið og vellina. Þessum framkvæmdum sem tengjast húsinu á öllum að ljúka núna í vor eða byrjun sumars.

Okkur langar að fjölga iðkenndum í félaginu og auka breiddina á Þróttarahópnum með því að fjölga greinum sem höfða meira og betur til almennings. Í félaginu er almenningsdeild sem var stofnuð fyrir nokkrum árum, en hefur lítið starfað. Þess vegna höfum við verið að skoða það að stofna hjóladeild og píludeild. Bæði greinar sem hafa verið í miklum vexti meðal almennings og eru starfræktar í félögunum í kringum okkur. Búið er að funda með aðilum sem hafa áhuga á að koma að þessu með okkur og verður það kynnt betur þegar lengra er komið.
Það eru því mjög spennandi tíma framundan hjá okkur í félaginu okkar. Við erum að fá gjörbreytta aðstöðu fyrir knattspyrnuna sem mun færa okkur enn fleiri iðkenndur og betri árangur.

Það er stutt í að við getum sagt frá því hvernig framtíðar inniaðstaðan okkar verður, nú er þetta ekki lengur spurning um hvort – heldur um útfærslur og hönnun á okkar aðstöðu.
Áhugasömum aðilum sem hafa áhuga á að koma að stofnum hjóla eða píludeildar geta sent okkur
póst á trottur@trottur.is

Það styttist í að blaktímabilinu ljúki, en úrslitakeppnin er í gangi hjá stelpunum. Um að gera að styðja þær í baráttunni. Að lokum hvet ég alla til að fjölmenna á völlinn í sumar og hvetja liðin okkar til dáða.

Finnbogi Hilmarsson, formaður Þróttar.