Þróttur gengur frá samningum við fjóra leikmenn

Þróttar hefur lokið við samninga við fjóra nýja leikmenn má undanförnum vikum, þá síðustu 12. maí á lokadegi félagaskiptagluggans.

Þetta er allt leikmenn sem falla vel að hugmyndafræði Þróttar, um að laða til félagsins unga efnilega leikmenn sem færa með sér ferska vinda og mikla löngun til að standa sig vel. 

Þessir fjórir leikmenn eru:

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson kemur frá Fjölni, hann er fæddur 2002 og hefur leikið 15 unglingalandsleiki auk þess að vera í meistaraflokkshópi Fjölnis undanfarin ár, þrátt fyrir ungan aldur. 

Vilhjálmur lék með Fjölni í Pepsi Max deildinni í fyrra, hann er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað sem miðvörður, bakvörður beggja vegna og hefur líka spilað á miðjunni hjá Fjölni.


Andi Hoti er annar efnilegur leikmaður sem hefur verið í úrtakshópum fyrir yngri landslið, nú síðast hjá U18 fyrr á þessu ári. 

Andi er fæddur 2003 og hefur verið verið í meistaraflokkshóp Leiknis að undanförnu en kemur nú til Þróttar það sem eftir lifir sumars.

 

 

Eiríkur Þorsteinsson Blöndal er uppalinn í Breiðabliki og hefur leikið þar alla sína tíð. Eiríkur er fæddur 2001 og var fyrirliði 2. flokks Breiðabliks síðastliðið sumar. 

Eiríkur leikur sem bakvörður eða miðjumaður, hann hefur margsinnis verið í meistaraflokkshópi Breiðabliks og hefur einnig leikið með Augnabliki.Aron Ingi Kristinsson er vinstri bakvörður sem kom til liðs við Þrótt fyrr á árinu frá Kára á Akranesi. Aron er fæddur 1998, hann var ungur kominn í aðallið ÍA, hann lék með liðinu í efstu deild strax 18 ára gamall og hefur leikið með bæði u19 og u21 landsliðum Íslands. 

Aron hefur verið óheppinn með meiðsli undanfarin ár en vinnur nú að því að ná fyrri styrk.