Sjálfboðaliðar óskast í vaska sveit

Þróttarar, okkur vantar sjálboðaliða í sumar til að umgjörð heimaleikja megi vera sem best.

Í öllum tilfellum er best að koma saman hópi fólks sem vinnur saman undir klassísku kjörorði: Margar hendur vinna létt verk.

Þetta er í boði:

  • Umsjón með grillinu í tjaldinu á heimaleikjum (hver leikur er ca. 2,5 klst). Leikni í borgarasnúningi og sósu og salat preppi kostur.
  • Umsjón með veitingasölu í tjaldinu á heimaleikjum (hver leikur ca 2,5 klst). Hér hittir þú skemmtilega fólkið 😉
  • Umsjón með veitingasölu á landsleikjum (tilfallandi, tveir leikir í júní). Hrikalega gaman, síldarvinnslustemmning 🙂
  • Vinna í veitingasölu á landsleikjum (tilfallandi, tveir leikir í júní). Hrikalega gaman, síldarvinnslustemmning 🙂
  • Meistarakokka sem vilja elda ofan í mfl. kk og kvk í tengslum við heimaleiki (2,5 klst í hvert skipti). Návígi við stjörnurnar okkar.
  • Gæsla á heimaleikjum kvenna (2,5 klst á leik). Frábær útivist í en frábærari vestum.
  • Gæsla á heimaleikjum karla (2,5 klst á leik). Frábær útivist í en frábærari vestum.

Hægt er að skrá sig með því að smella á meðfylgjandi skjal. 
https://forms.office.com/r/QXkJxqVyS8