Liðsstjóri óskast í frábæran hóp

Laus er til umsóknar staða liðsstjóra mfl. karla. Er þetta mjög mikilvæg staða og í reynd lykilstaða í allri umsjón með liðinu.

Þetta er skemmtileg og fjölbreytt vinna í frábærum hópi. Nánustu samstarfsmenn eru þjálfarar mfl. og stjórn knd. auk auðvitað leikmanna.

Starfinu getur sinnt einn maður eða fleiri sem skipta því á milli sín. Þetta er gríðarlega mikilvægur hlekkur í öllum undirbúningi liðs fyrir leik. Hér er tilvalið tækifæri fyrir ástríðufulla Þróttara sem vilja gera mikið gagn.

kristjan@trottur.is tekur glaður á móti umsóknum, fyrirspurnum og ábendingum #lifi