Búningar – skilaboð frá Jóhanni í Jako

Kæru Þróttarar.

Því miður verður óviðráðanleg bið á því að við getum afgreitt keppnistreyjurnar ykkar. Samkvæmt því sem við fáum uppgefið nú ætti sendingin að leggja af stað hingað frá Þýskalandi um miðjan júlí og við því geta afhent treyjurnar fáeinum dögum síðar.

Meginástæðan fyrir töfinni skrifast á COVID.  Veirufaraldurinn leikur starfsfólk framleiðandans grátt og í öðru lagi riðlast flutningar á hráefni af sömu ástæðu. Hvoru tveggja eru óvæntar, óþægilegar en þekktar uppákomur í framleiðslu- og samgöngumálum heimsins á COVID-tímum.

Allir eru af vilja gerðir til að láta hlutina ganga eins fljótt og vel og mögulegt er en við ráðum ekki atburðarásinni þótt fegin vildum.

Biðjumst velvirðingar en getum ekki annað gert í bili en að útskýra stöðu mála eins og hún sannarlega er.  Vegna þessarar stöðu hefur Jako ákveðið að gera foreldrum í Þrótti sérstaklega gott tilboð á keppnisbúningum þannig að allir geti klæðst slikum búningi á mótum sumarsins og er það tilboð meðfylgjandi.

Lifi Þróttur.