Áheitasöfnun á mfl. kvenna

Stærsti leikur í sögu kvennaknattspyrnu Þróttar til þessa fer fram föstudaginn 16.7. kl. 1800 á Eimskipsvellinum í Laugardal. 

Þá tekur Þróttur á móti FH í undanúrslitum Mjólkurbikarsins en þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem kvennalið Þróttar kemst svo langt í bikarkeppni. 

Af þessu tilefni er hægt að heita á liðið með því að fara inn á vefverslun Þróttar og skrá sig fyrir hóflegu framlagi til styrktar kvennaknattspyrnunni í Þrótti. Stelpurnar þurfa svo sannarlega á stuðningi að halda og hér gefst einstakt tækifæri fyrir alla Þróttara til að leggja lóð á vogarskálarnar. 

Saman getum við farið alla leið. 

Lifi Þróttur!