Nýr þjálfari blakdeildar

Lesly Piña verður þjálfari meistaraflokks Þróttar veturinn 2021-2022. Hún mun einnig þjálfa 2.deildarlið og hluta af yngri flokkum félagsins.

Lesly kemur frá Perú og hefur meira en 15 ára reynslu í blaki, hún hefur leikið í úrvalsdeild í Perú, ásamt því að spila á Spáni.Hún hefur einnig reynslu sem þjálfari svo sem í sumarakademíum og sem aðstoðarþjálfari á Spáni og fleiri smærri lið.

Lesly er spennt að koma til landsins og miðla sinni reynslu, þar sem meginmarkmiðin eru að halda áfram að læra, njóta og bæta sig dag frá degi.

Við hjá Þrótti hlökkum til að fá Lesly til liðs við okkur og bjóðum hana velkomna til Þróttar.

#lifi