Borgarráð hefur samþykkt uppbyggingu á tveimur gervigrasvöllum á Valbjarnarvelli.
Uppbyggingin mun bæta verulega alla aðstöðu til knattspyrnuiðkunnar hjá Þrótti og umbylta vetraraðstöðu félagsins.Eftir uppbygginguna verður æfingaaðstaða Þróttar ein sú besta á landinu.
Framkvæmdir við gervigrasvellina mun hefjast á næstu vikum og er áætlað að framkvæmdum ljúki um miðjan maí á næsta ári.
Undanfarin ár hafa þeir Finnbogi Hilmarsson og Kristjánn Kristjánsson unnið mikla vinnu fyrir hönd félagsins til að ná þessum glæsilega áfanga og er Knattspyrnufélagið Þróttur þeim afar þakklátt fyrir frábær störf.
Nánar er hægt að lesa um deiliskipulagið á vef Reykjavíkurborgar.