Æfingar falla niður í dag 21.09. – appelsínugul viðvörun

Æfingar í 6. og 7.aldursflokki í knattspyrnu hjá Þrótti falla niður í dag, árgangar 2012,2013, 2014 og 2015. 

Við bendum á að Veðurstofan hefur sent út appelsínugula viðvörun vegna veðurs og gildir sú viðvörun eftir hádegi í dag.

Það verða því engar æfingar í þessum aldursflokkum í dag og foreldrar/forráðamenn vinsamlegast beðnir um að gera viðeigandi ráðstafanir.  Íþróttarútan mun því ekki ganga fyrir iðkendur í knattspyrnu í þessum aldurshópum.