Helen Lorraine Nkwocha bætist í þjálfarahóp Þróttara

Helen Lorraine Nkwocha hefur skrifað undir samning um að þjálfa lið Þróttar 2 í kvennaflokki (áður SR) sem leika mun í 2. deild kvenna. Þar munu efnilegir leikmenn á 2. fl. aldri fá góð tækifæri til að þróa sinn leik.Helen verður einnig aðalþjálfari 3. flokks kvenna og mun þjálfa 4. flokk kvenna í félagi við Guðrúnu Þóru Elfar.

Helen er reynslumikill unglingaþjálfari og feykilega vel menntuð á þessu sviðinu. Hún er fædd og uppalinn í London og lék knattspyrnu með fjölmörgum þekktum liðum, m.a Chrystal Palace og Fulham og hún hefur unnið að uppbyggingu og þróun ungra leikmanna hjá Arsenal, Manchester United, Chelsea, New York Red Bulls og í Kína.Síðast var hún yfirmaður unglingastarfs hjá TB í Færeyjum og tók síðan við karlaliðinu þar, fyrst kvenna til að þjálfa í efstu deild karla þar í landi.

Helen er að klára sína vinnu í Færeyjum en verður komin til starfa í Laugardalnum snemma í næsta mánuði. Við erum spennt að taka á móti henni og bjóðum hana velkomna í sterkan þjálfarahóp félagsins. Fyrir þá sem eru áhugasamir um Helen og hennar störf og hugmyndafræði þá bendum við á https://immersedinthegame.org/