Þrír leikmenn til liðs við Þrótt

Þróttur hefur gert samninga við þrjá leikmenn um að leika með félaginu í mfl.kk. á næsta tímabili og lengur.

Birkir Björnsson kemur til félagsins frá Leikni og þeir Dylan Chiazor og Izaro Albella Sanchez frá Hollandi og Spáni, en báðir hafa leikið hér á landi áður.

Birkir Björnsson er fæddur 1993. Hann á að baki um tæplega 160 leiki í meistaraflokki og þar af 27 leiki í efstu tveimur deildum. Birkir hefur oftast leikið sem bakvörður, hann hefur mikla reynslu sem nýtast mun ungum leikmannahópi Þróttar og styrkja varnarleik liðsins.

Birkir gerir þriggja ára samning við Þrótt.

Dylan Chiazor er 23 ára Hollendingur sem lék síðast með Leikni. Dylan er bæði leikinn og fljótur og á eftir að nýtast Þrótti vel. Hann leikur sem kantmaður og hefur leikið í neðri deildum Hollands auk þess að leika hér á Íslandi.

Dylan gerir samning út 2022.

Joe Yoffe er umboðsmaður Dylans Chiazor.

Izaro Abella Sanchez er 25 Spánverji frá Bilbao. Hann er alinn upp í neðri deildum á Spáni og hefur áður leikið bæði með Þór á Akureyri og Leikni á Fáskrúðsfirði. Izaro er sömuleiðis kantmaður og býr yfir miklum hraða og tækni.

Izaro gerir samning út 2022.

Alberto Larrea er umboðsmaður Izaros.