Á gamlársdag verður Þróttara ársins veitt viðurkenning og af þessu tilefni óskar aðalstjórn eftir tilnefningum félagsmanna.
Við valið er litið til þess að viðkomandi sé góð fyrirmynd og hafi gefið af sér í sjálfboðaliðastörfum fyrir félagið á árinu sem er að líða. Athygli er vakin á því að sitjandi stjórnarfólk og starfsfólk félagsins eru undanskilin í valinu.
Tilnefningar ásamt stuttum rökstuðningi fyrir því hvers vegna veita ætti viðkomandi þessa heiðursnafnbót fyrir árið 2021 óskast sendar á maria@trottur.is.
Frestur til að senda inn tilnefningar er til 27. desember. Farið verður með allar tilnefningar sem trúnaðarmál.