Þróttari ársins 2021

Sigurður Már Jóhannesson er Þróttari ársins 2021.  

Sigurður Már er sannarlega vel að þessum titili kominn en Þróttari ársins er jafnan sá sjálfboðaliði sem gefið hefur félaginu hvað mest á yfirstandandi ári og hvergi látið sitt eftir liggja.

Sigurður – eða Diddi – er foreldri í Þrótti og hefur sýnt okkur Þrótturum hversu mikilvægir öflugir foreldrar eru þegar móta skal umgjörð um rekstur yngri flokkanna. Sigurður vinnur alltaf fyrir heildina og hefur með fórnfýsi sinni gert foreldrum og þjálfurum öll verkefni mun auðveldari með frábærri skipulagningu. Diddi er fyrirmynd foreldra sem vilja styðja börnin sín í tómstundum auk þess sem hann er ávallt til staðar þegar félagið þarfnast hans. Í honum slær sannkallað blóðheitt Þróttarahjarta. 

Við Þróttarar þökkum honum ómetanleg störf í þágu félagsins. 

Á myndinni má sjá þá Sigurð Má t.h. og Bjarnólf Lárusson formann Þróttar.