Jólahappadrætti – útdrætti frestað

Vegna sóttkvía og einangrunar hafa ekki allir sölumenn jólahappadrættis náð að skila inn óseldum miðum. Það þurfti því að fresta útdrættinum.

Vinningsnúmer verða birt hér á síðunni um leið og útdráttur hefur farið fram.

Við biðjumst afsökunar á þessum töfum og vonum að hægt verði að birta vinningaskrá fljótlega.

Takk fyrir stuðninginn og gleðilegt ár!