Vantar þig að losna við jólatréð?

Ungir þróttar redda því fyrir þig og verða á ferðinni 8. janúar. Aðeins 2.500 kr. per tré og einfalt að ganga frá inn á vefverslun Þróttar: https://verslun.trottur.is/ Mikilvægt að skrá skilmerkilega heimilisfang og nánari staðsetningu í athugasemdareit.

Nánari upplýsingar: Þið sem viljið láta sækja tré skráið ykkur í vefverslun Þróttar, setjið vöru í körfu og greiðið fyrir hana. Mikilvægt er að skilja eftir heimilisfangið í athugasemdum og eins staðsetningu trjáa t.d. bak við hús, eða undir tröppum eða því um líkt – reynið að finna besta staðinn þannig að það sé vel sýnilegt. Ef það eru mörg tré við sama húsið er ágætt að setja miða á tréð „Til Þróttar“

Söfnunin fer fram kl.12.00 – 16.00 laugardaginn 8. jan og vonum að sem flestir nýti sér þessa þjónustu og styrki með því börn og unglinga í hverfinu í hollu tómstundastarfi.

Takk fyrir stuðninginn.

Ps. Hægt verður að ná í tengilið söfnunar í síma 696-3239.