Handboltaæfingar hefjast á föstudag – frítt í handbolta fram á vor

Handboltaæfingar hefjast að nýju eftir jólafrí á föstudaginn skv. æfingatöflu sem finna má hér .

Ekki verða innheimt æfingagjöld vegna handboltaæfinga á þessari önn og er því frítt að æfa fyrir alla sem áhuga hafa á í árgöngum 2008 og yngri.  Áhugasamir eru hvattir til að mæta og skrá sig jafnframt í gegnum Sportabler á slóðinni https://www.sportabler.com/shop/trottur/handbolti en ítrekað er að ekki eru innheimt gjöld.  Það er þó mikilvægt að hafa iðkendur skráða á æfingarnar vegna skipulagningar o.fl.

Ef frekari upplýsingar er óskað þá hafið samband við íþróttastjóra Þróttar á netfanginu thorir@trottur.is