Íþróttaskóli barna vorið 2022

Knattspyrnufélagið Þróttur mun starfrækja íþróttaskóla barna í vor sem ætlaður eru börnum á aldrinum
1-4 ára.

Dagskrá skólans er fjölbreytt til þess að efla skyn – og hreyfiþroska barna ásamt því að hafa gaman og læra að umgangast aðra.

Íþróttaskólinn verður í íþróttahúsi ÍFR (Hátún 14) og hefst vortímabilið laugardaginn 8. janúar og
stendur til 9. apríl, eða í 14 skipti.

Hópnum verður skipt í tvennt:
Börn fædd 2019 – 2020 kl. 09:00 – 10:00
Börn fædd 2017 – 2018 kl. 10:00 – 11:00

Skráning er hafin í íþróttaskólann og fer hún fram á skráningarsíðu Þróttar, https://trottur.felog.is þar
sem jafnframt er hægt að ganga frá greiðslu.

Mælt er með að börnin mæti berfætt eða í sokkum sem gripi. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að
taka þátt í tímunum og vera börnunum til aðstoðar.

Ef barn er óöruggt á einhvern hátt (skortir kjark eða færni) þarf líka að styðja það vel í upphafi og draga
sig síðan í hlé þegar færnin verður meiri og sjálfstraust eykst.
Aðstaða er til fataskipta sé þess óskað.

Verð fyrir námskeiðið er kr. 20.000 fyrir 14 tíma.
Takmarkað pláss er á báðum námskeiðum.
Umsjónarmaður íþróttaskólans er Gabríela Jónsdóttir.

Hægt er að fá nánari upplýsingar um íþróttaskóla barnanna hjá umsjónarmanni á netfanginu
gabrielajonsdottir@gmail.com eða hjá íþróttastjóra Þróttar á tölvupóstfanginu thorir@trottur.is