Leó Ernir í Þrótt

 Leó Ernir Reynisson hefur skrifað undir 2ja ára samning við Þrótt.

Leó, sem er fæddur 2001, er bráðefnilegur miðvörður, hann kemur til Þróttar frá ÍA en er alin upp í Fylki. Leó hefur öðlast umtalsverða reynslu nú þegar, hann á að baki 29 leiki í 2. deildinni og hefur einnig leikið fyrir u16 ára landslið Íslands.  

„Leó er ætlað að auka samkeppni um stöður í vörn Þróttar og við höfum mikla trú á að hann falli vel að okkar leikstíl og þeim hópi ungra leikmanna sem myndar kjarnann í okkar liði,“ segir Kristján Kristjánsson formaður knd. Þróttar. „Við bindum miklar vonir við Leó og teljum að hann eigi eftir að finna hæfileikum sínum réttan farveg í Þrótti.“ 

Velkominn Leó!