Hildur Björg Hafstein hefur tilkynnt aðalstjórn að hún láti nú af störfum í stjórn félagsins vegna mikilla anna á öðrum vettvangi.
Hildur er Þrótturum að góðu kunn, fædd og uppalin í Vogahverfinu og hefur starfað í kringum félagið alla sína tíð.
Hún hefur lengi verið í fremstu röð sjálfboðaliða hjá Þrótti, hefur komið að skipulagningu og vinnu í kringum marga viðburði, hefur setið í stjórn Rey Cup, verið þar framkvæmdastjóri auk þess að sitja í mörgum foreldraráðum og öðrum ráðum innan Þróttar. Hildur er að sögn alls ekki hætt sjálfboðaliðastörfum fyrir Þrótt, mun áfram koma að ýmsum verkefnum og að sjálfsögðu vera í hópi stuðningsmanna á vellinum á komandi keppnistímabili.
Hildi eru þökkuð fórnfús og óeigingjörn störf í aðalstjórn félagsins og óskað góðs gengis við hver þau verkefni sem framundan eru. Björn Hlynur Haraldsson sem kjörinn var í varastjórn mun taka sæti í aðalstjórn í stað Hildar fram að næsta aðalfundi.
Lifi….!