Frítt á handboltaæfingar hjá Þrótti fram á vor!

Frítt verður á handboltaæfingar hjá Þrótti á þessu æfingatímabili eða alveg fram á vor.  Æfingarnar fara fram í íþróttahúsi Vogaskóla/MS og eru sem hér segir:

Árgangar 2010 og yngri:              

  • Miðvikudagar    kl 15:30
  • Föstudagar        kl 16:00

Árgangar 2008 og 2009:              

  • Miðvikudagar    kl 15:30                                                      
  • Föstudagar        kl 15:00

Áhugasamir eru hvattir til að mæta og skrá sig jafnframt í gegnum Sportabler á slóðinni https://www.sportabler.com/shop/trottur/handbolti  en ítrekað er að ekki eru innheimt gjöld.  Það er þó mikilvægt að hafa iðkendur skráða á æfingarnar vegna skipulagningar o.fl.

Ef frekari upplýsingar er óskað þá hafið samband við íþróttastjóra Þróttar á netfanginu thorir@trottur.is