Reykjavíkurmeistarar!

Þrótt­ur varð Reykja­vík­ur­meist­ari kvenna í knatt­spyrnu í fyrsta sinn í sögu fé­lags­ins í gærkvöldi. Unnu þær lið Fjölnis 6-1 sigri. Er það í fyrsta sinn í sögu félagsins sem kvennaliðið nær þessum titli.

Stelpurnar okkar töpuðu ekki leik og enda mótið með 16 stig eftir fimm sigra og eitt jafntefli. Liðið skoraði 25 mörk á mótinu og fékk aðeins á sig fimm. Tveir leikir eru eftir í mótinu en breyta engu um niðurstöðuna.

Þróttaraliðið er ungt að árum, útileikmenn á aldrinum 14-22 ára og aðeins markvörðurinn er eldri.

Til hamingju með titillinn frábæra lið og liðsteymi! #lifi

(Á myndinni sem fylgir fréttinni er búið að setja inn bikar þar sem enginn frá KRR mætti til að afhenda bikar og verðlaunapeninga í gærkvöldi).