Jafnréttisverðlaun KSÍ 2021

Jafnréttisverðlaun KSÍ fyrir árið 2021 hljóta hugmyndaríku Þróttara-mömmurnar Berglind Ingvarsdóttir og Þorbjörg Helga Ólafsdóttir fyrir fótboltaspjöld kvennalandsliðsins. 

Fyrir jólin 2021 gaf KSÍ út jóladagatal íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta.  Dagatalið innihélt 24 númeruð umslög með 48 fótboltaspjöldum sem skarta myndum og fróðleik um íslenskar landsliðskonur fyrr og nú. Framleiðsla, hönnun og efnisöflun var í höndum Berglindar Ingvarsdóttur og Þorbjargar Helgu Ólafsdóttur.

Hugmyndin kom einnig frá Berglindi og Þorbjörgu Helgu sem bjuggu til dagatal með 24 bestu fótboltakonum í heimi fyrir jólin 2020 fyrir fjáröflun dætra sinna sem spila í yngri flokkum Þróttar R. Að þeirra mati hafði verið klár vöntun á fótboltaspjöldum í kvennaboltanum og var þessi útgáfa því frábær viðbót við það sem hefur verið í boði hingað til og góð leið til að kynnast stelpunum í landsliðinu betur áður en þær halda á EM á Englandi sumarið 2022.

Til hamingju Berglind og Þorbjörg!