Viðurkenningar fyrir háttvísi og prúðmennsku

Í aðdraganda ársþings KSÍ eru veittar viðurkenningar fyrir háttvísi og prúðmennsku til liða sem fengu fæst gul og rauð spjöld á síðustu leiktíð. Meistaraflokkar Þróttar fengu báðir viðurkenningu að þessu sinni.

Mfl. kk. hlaut Drago-styttuna í Lengjudeildinni sem veitt er háttvísustu liðunum í tveimur efstu deildum karla.

Þróttur R. var prúðasta liðið í Pepsi Max deild kvenna síðastliðið keppnistímabil og hlaut skjöld og bikar í viðurkenningaskyni.

Nik Chamberlain tók við viðurkenningunum fyrir hönd beggja liðanna.

Til hamingju!