María Eva Eyjólfsdóttir hefur skrifað undir 2ja ára samning um að leika með Þrótti í Bestu deildinni.
María sem er fædd árið 1997, er bæði öflugur og reynslumikill leikmaður. Hún hefur leikið yfir 90 leiki í efstu deild kvenna fyrir Stjörnuna og Fylki og á samtals um 180 leiki í öllum keppnum. María hefur einnig leikið fyrir yngri landslið Íslands. María er varnarmaður en um leið mjög fjölhæfur leikmaður sem mun auka bæði samkeppni og breidd í liði Þróttar.
,,Við fögnum því mjög að fá Maríu til liðs við okkur“, segir Kristján Kristjánsson, formaður knd. Þróttar. „Hún er mjög góður leikmaður með mikla reynslu og mun án efa verða mikilvægur hlekkur í liði Þróttar næstu árin. Við höfum stefnt að því að styrkja hópinn og auka breiddina og með Maríu bætist við leikmaður sem sem við vitum að verður mjög góð viðbót við sterka liðsheild.“