Til hamingju með alþjóðlegan baráttudag kvenna!

Tennisvellir Þróttar koma við sögu í skemmtilegu myndskeiði Tennissambands Íslands sem er framlag þess til til jafnréttisátaks alþjóða tennissambandsins.


Á tsi.is tmá sjá myndskeiðið sem tekið var upp á snjóþungum Þróttarvöllunum. Þar sem má sjá Hjört Þór Grjetarsson formann TSÍ undirrita yfirlýsingu Alþjóða tennissambandsins um jafnrétti (Miðlaland framleiddi).


Alþjóða tennissambandið skeytti svo saman því sem aðildaþjóðirnar gerðu og má sjá hér

Þess má geta að myndskeið TSÍ var útbúið af hjónum sem búa hér, hún frá Úkraínu og hann frá Litháen.

ps. myndin sem fylgir fréttinni er frá sögulegum tennisleik sem leikinn var 1973 á milli þeirra Billie Jean King og Bobby Riggs. Billie Jean fór með sigur af hólmi.