Katla í lokahóp U17

Katla Tryggvadóttir hefur verið valinn í endanlegan landsliðshóp fyrir leikina í milliriðlum fyrir EM hjá u17 ára landsliði stúlkna.

Hópurinn hefur verið tilkynntur á heimasíðu KSÍ.

Ísland er í riðli með Finnlandi, Írlandi og Slóvakíu, en leikið verður á Írlandi dagana 23.-29. mars. Liðið sem endar í efsta sæti riðilsins fer beint áfram í lokakeppni EM 2022 og því til mikils að vinna í þessum leikjum.

Katla mun án nokkurs vafa halda merkjum bæði Íslands og Þróttar hátt og vel á lofti.

Til hamingju Katla og Þróttarar! #lifi