Velkomnir Alex og Aron Fannar!

Tveir öflugir leikmenn hafa bæst við meistaraflokk karla fyrir komandi leiktíð.


Alex Baker, f. 2001, kemur til Þróttar frá Ástralíu þar sem hann hefur leikið í neðri deildum undanfarin ár. Alex er metnaðarfullur leikmaður, kröftugur og traustur varnarmaður sem á eftir að styrkja varnarleik Þróttara í sumar, 

Aron Fannar Hreinsson, f. 2002, kemur að láni frá Fjölni út tímabilið. Aron er hefur leikið með yngri flokkum Fjölnis og einnig með venslaliðinu Vængjum Júpiters. Hann er eldfljótur og áræðinn og mun auka breidd og samkeppni um stöður í sóknarleik Þróttar.
Aron skoraði 9 mörk í 13 leikjum fyrir Vængi Júpiters á síðasta ári og 9 mörk í 18 leikjum fyrir A-lið 2.fl. Fjölnis sem lenti í 2. sæti á Íslandsmótinu. 

Á myndinni eru þeir félagar eftir sinn fyrsta opinbera leik með Þrótti gegn Augnabliki sem vannst 6 – 0. Alex er til vinstri, Aron hægra megin. 

Við bjóðum þá velkomna í Dalinn!