Murphy Agnew gengur til liðs við Þrótt

Bandaríski framherjinn Murphy Agnew er mætt til landsins og mun leika með Þrótti í Bestu deildinni í sumar.

Murphy hefur á síðustu árum leikið með liði Harvard háskólans í bandaríska háskólaboltanum og vakið þar mikla athygli. Hún var m.a. valinn í hóp 100 bestu leikmanna háskólaboltans á síðasta ári en hefur einnig hlotið aðrar viðurkenningar. 

Murphy er bæði fljót og leikin og býr yfir miklum krafti sem á eftir að nýtast kvennaliði Þróttar vel á komandi sumri.

Bjóðum Murphy velkomna í Þrótt.