Íþróttaskóli barna

Knattspyrnufélagið Þróttur starfrækir sem fyrr íþróttaskóla barna á laugardagsmorgnum. Íþróttaskólinn er ætlaður börnum fæddum 2017-2022. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá til þess að efla skyn – og hreyfiþroska barna ásamt því að hafa gaman og læra að umgangast aðra. 

Íþróttaskólinn verður í íþróttasal ÍFR Hátúni 14 og hefst laugardaginn 14. janúar og stendur til 29. apríl.

Skráning fer fram á Sportabler