Helgina 10-13. júlí fór Símamótið fram í Kópavogi en þetta er í 41.skiptið sem mótið er haldið og var jafnframt það fjölmennasta hingað til. Mótið er fyrir stelpur í 7.-5. flokki og er stærsta sumarmót landsins og má með sanni segja að sé hápunktur sumarsins hjá stelpunum.
Alls tóku 384 lið þátt í mótinu í þessum þremur flokkum og ætla má að þátttakendur hafi verið í kringum 3.000. Þróttur sendi í 13 lið í mótið ár; 5 lið í 7.flokki, 4 lið í 6.flokki og 4 lið í 7.flokki. Á Símamótinu heita liðin eftir leikmönnum félagsins t.d. Þróttur – Álfhildur Rósa, Þróttur Brynja Rán osfrv.


Stelpurnar stóðu sig gríðarlega vel og sýndu frábæra takta og þá unnu Þróttur -Jelena Tinna sinn styrkleikaflokk í 5.flokki og Þróttur – Brynja Rán sinn styrkleikaflokk í 7.flokki.