Lokahóf yngri flokka í blaki var haldið á dögunum.
Að þessu sinni var það haldið utandyra, það var farið í leiki, boðið upp á pizzur og happdrætti. ?
Sigurlaugur Ingólfsson afhenti um leið Fommabikarinn. Að þessu sinni var það Katla Logadóttir sem hlaut bikarinn. ? ? Fomminn, eins og hann er kallaður, er veittur ár hvert til leikmanns í yngri flokkum í blaki sem hefur skarað framúr. Bikarinn er til minningar um Guðmund E. Pálsson 10. formann Þróttar sem lést af slysförum aðeins 45 ára að aldri. ❤️