Þann 4.júní s.l. var haldinn aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands (KÞÍ) og að því tilefni ákvað félagið að veita fjórum þjálfurum viðurkenningu fyrir vel unnin störf við þjálfun. Ingvi okkar Sveinsson var einn þessara aðila og óhætt að segja að hann sé vel að viðurkenningunni komin en hann er nú aðalþjálfari 4.flokks drengja hjá Þrótti. Ingvi lék með Þrótti til fjölda ára og í seinni tíð jafnframt með liði SR og á hann að baki um 180 leiki í meistaraflokki í deildarkeppni og bikar en hann hefur komið að þjálfun yngri flokka Þróttar um árabil auk þess að aðstoða hjá yngri landsliðunum. Hann er einn traustasti félagsmaður Þróttar sem sinnir starfi sínu af kostgæfni og við óskum honum innilega til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu frá Knattspyrnuþjálfarafélaginu.
Lifi……!