Daði Bergsson, fyrirliði Þróttar, hefur skrifað undir nýjan 2ja ára samning við félagið. Daði sem er fæddur 1995, er uppalinn Þróttari með mikla reynslu. Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Þrótt árið 2011, þá 16 ára gamall en hefur frá þeim tíma leikið rúmlega 200 keppnisleiki með Þrótti og fleiri félögum hérlendis og í Hollandi þar sem hann var atvinnumaður um tíma. Að auki á Daði að baki 29 leiki með yngri landsliðum Íslands. Daði er fjölhæfur leikmaður og hefur verið lykilmaður í liði Þróttar undanfarin ár.
Kristján Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar Þróttar segir:
„Stjórn knd. hefur þá skýru stefnu að byggja leikmannahópa félagsins að grunni til á okkar eigin mönnum, uppöldum Þrótturum sem eiga sér sterkar rætur í félaginu og nágrenni þess. Það er því fagnaðarefni að Daði Bergsson, fyrirliði liðs mfl. karla og Þróttari í húð og hár, skuli skrifa undir nýjan samning við félagið og fara áfram fyrir liði Þróttar á næstu árum.“