Álfhildur Rósa er útnefnd íþróttamaður Þróttar árið 2020 en hún átti gott keppnistímabil í Pepsi-Max deild kvenna þegar Þróttur tryggði sér 5.sætið í deildinni, sem er besti árangur Þróttar í efstu deild frá upphafi. Hún er fyrirliði liðsins, sá yngsti í efstu deild, og leiddi lið Þróttar s.l. tímabil með áræðni og ákveðni svo eftir var tekið og um talað. Álfhildur er hæversk og og heilsteypt manneskja, hefur þjálfað yngri flokka jafnhliða því að leika með meistaraflokki félagsins og er góð fyrirmynd okkar yngstu iðkendum.
Hún lék sína fyrstu leiki Í efstu deild kvenna árið 2015, aðeins fimmtán ára, en hefur síðan leikið yfir 70 leiki fyrir félagið og er nú einn leikreyndasti leikmaður meistaraflokks kvenna.
Þróttarar óska Álfhildi til hamingju með verðskuldaða nafnbót sem íþróttamaður ársins hjá félaginu, frábær íþróttamaður og leiðtogi sem við erum stolt af að hafa í okkar liði. Lifi….!