Finnbogi Hilmarsson fráfarandi formaður Þróttar hefur verið í ábyrgðarstöðum innan félagsins undangengin 18 ár, lengst af sem formaður knattspyrnudeildar en síðastliðin ár sem formaður aðalstjórnar Þróttar. Hann lagði mikla áherslu á aðstöðuuppbyggingu félagsins og lét fylgja með nokkrar myndir af þeim breytingum sem orðið hafa á síðustu árum. Útdrátt úr skýrslu stjórnar má finna hér að neðan og myndirnar sýna ágætlega hvað áunnist hefur á undanförnum árum.
Þau Finnbogi Hilmarsson, Helgi Sævarsson, Hulda Margrét Pétursdóttir og Sigurður Sveinbjörnsson, gáfu ekki kost á sér til endurkjörs í aðalstjórn og fara því úr stjórninni nú eftir áralangt starf í þágu Þróttar. Eru þeim þökkuð óeigingjörn og vel unnin störf fyrir félagið og óskað velfarnaðar í hverju því sem þau taka sér fyrir hendur.
Lifi…..!…