Hinrik og Eiríkur skrifa undir nýja samninga

Þeir Hinrik Harðarson (2004) og Eiríkur Þorsteinsson Blöndal (2001) hafa skrifað undir nýja 3ja ára samninga við Þrótt.

Hinrik Harðarson sem hefur spilað með Þrótti allan sinn feril og verið í unglingalandsliðum fyrir okkar hönd fékk sína eldskírn í meistaraflokki í sumar. Hann er sóknarmaður með markanefið á réttum stað, mikið efni sem við fögnum að hafa áfram í okkar herbúðum.

Eiríkur Þorsteinsson Blöndal kom til Þróttar fyrr á þessu ári að láni úr Kópavoginum eftir farsælan feril í yngri flokkum Breiðabliks og reynslu af meistaraflokksfótbolta sömuleiðis. Eiríkur er bakvörður eða miðjumaður, hann lék alla leiki okkar síðastliðið sumar, einn manna, stóð sig virkilega vel og verður í eldlínunni næstu árin í Þróttarabúningnum.

Til hamingju Hinrik, Eiríkur og Þróttur!