Úrslitastundin nálgast – 5. flokkur í undanúrslitum kk og kvk.

Nú þegar haustið nálgast fer að draga til tíðinda hjá flestum flokkum í knattspyrnunni og framundan er gríðarlega spennandi og mikilvæg helgi.

Á laugardag spilar meistaraflokkur karla í næstsíðustu umferð Lengjudeildarinnar gegn HK í Kórnum kl. 16. Strákarnir eru í harðri baráttu um að komast upp í Bestu deildina og þurfa svo sannarlega á stuðningi sem flestra að halda á laugardaginn.

Áður en leikurinn hefst verður nóg um að vera en 5. flokkur kvenna er með 3 lið í undanúrslitum Íslandsmótsins. Lið C spilar gegn Stjörnunni í Þróttheimum kl 11. A og B liðin spila síðan sína leiki á sunnudaginn.

Þá er 5. flokkur karla er með fimm lið í undanúrslitum Íslandsmótsins og spila fjögur þeirra í Þróttheimum, A liðið ríður á vaðið kl. 11, D liðið kl.12, C liðið 12:30 og loks B liðið kl. 14. F liðið spilar í Fagralundi kl.12. Frábær árangur að vera í undanúrslitum hjá í 5 af 6 liðum hjá strákunum.

Á sunnudag heldur veislan áfram. Í 5.flokki kvenna spila A og B liðin kl.13:15 og 14:30 á Versalavöllum í Kópavogi (hjá Salalauginni). Meistaraflokkur kvenna heldur áfram sinni toppbaráttu og mætir FHL á AVIS-vellinum kl. 14 og í kjölfarið tekur 2. flokkur karla á móti toppliði Þórs í Þróttheimum kl. 17.

Á mánudag tekur svo 4. flokkur kvenna á móti ÍR í hreinum úrslitaleik um efsta sæti í sínum riðli á Íslandsmótinu kl. 19. Á sama tíma tekur 3. flokkur karla á móti Njarðvík. Loks spilar KÞ við ÍR í 2. deild kvenna í Breiðholtinu kl 18.

Þrátt fyrir landsleikjahlé þá er nóg af fótbolta. Mætum á völlinn og hvetjum Þrótt til sigurs!


Heildardagskrá helgarinnar

Laugardagur 6. september

  • 11:00 – 5. flokkur karla A, Þróttheimar: Þróttur R. – Breiðablik
  • 11:00 – 5. flokkur kvenna C, Þróttheimar: Þróttur R. – Stjarnan
  • 12:00 – 5. flokkur karla D, Þróttheimar: Þróttur R. – Stjarnan
  • 12:00 – 5. flokkur karla F, Fagrilundur: Breiðablik 3 – Þróttur R. 2
  • 12:30 – 5. flokkur karla C, Þróttheimar: Þróttur R. – Valur
  • 14:00 – 5. flokkur karla B, Þróttheimar: Þróttur R. – Valur
  • 14:00 – 3. flokkur kvenna B, JÁVERK-völlurinn: Selfoss – Þróttur/KÞ
  • 16:00 – 4. flokkur karla C, Boginn: Þór – Þróttur R.
  • 16:00 – Lengjudeild karla, Kórinn: HK – Þróttur R.

Sunnudagur 7. september

  • 13:15 – 5. flokkur kvenna A, Versalavöllur: HK – Þróttur R.
  • 12:30 – 3. flokkur karla B, Miðgarður: Stjarnan 2 – Þróttur R.
  • 14:00 – Besta deild kvenna, AVIS-völlurinn: Þróttur R. – FHL
  • 14:30 – 5. flokkur kvenna B, Versalavöllur: HK – Þróttur R.
  • 17:00 – 2. flokkur karla, Þróttheimar: Þróttur/SR – Þór/ÞHK/Völsungur/Magni

Mánudagur 8. september

  • 19:00 – 4. flokkur kvenna D, Þróttheimar: Þróttur R. – ÍR
  • 19:15 – 3. flokkur karla C, Þróttheimar: Þróttur R. – Njarðvík