Rósey Björgvinsdóttir til liðs við Þrótt

Rósey Björgvinsdóttir hefur gengið til liðs við Þrótt frá FHL og skrifar undir 3ja ára samning um að leika með félaginu í Bestu deild kvenna. Rósey hefur verið fyrirliði FHL undanfarin ár, hún er sterkur varnarmaður og stóð sig mjög vel í Bestu deildinn á síðasta tímabili, þrátt fyrir að lið hennar ætti á brattann að sækja. Rósey er fædd 2004 en hefur engu að síður leikið yfir 130 leiki með meistaraflokki og þar tæplega 70 í efstu og næst efstu deild. Rósey er annar leikmaðurinn sem Þróttur fær frá FHL, áður gekk sóknarmaðurinn Björg Gunnlaugsdóttir til liðs við félagið.

Kristján Kristjánsson, form. knd. Þróttar segir: ,,Við bjóðum Rósey velkomna í Þrótt. Með henni gengur til liðs við félagið sterkur leikmaður sem á eftir að verða liði Þróttar í Bestu deild kvenna mikilvæg. Rósey er metnaðarfull og vön því að axla ábyrgð þó ung sé og hún á framtíðina fyrir sér hér í Laugardalnum.”