Köttarar

Köttararnir komu eins og hvirfilbylur inní íslenskan bolta við stofnun klúbbsins laugardaginn 18. maí 1996. Á þeim tíma heyrðist ekki rassgat í áhorfendum á völlunum, enginn klæddi sig upp í búning síns félags fyrir vallarferð og skipulagður stuðningur þekktist ekki.

Það voru nokkrir ungir og þrælsprækir menn, sem var rótin að stofnun Köttaranna – vinir sem höfðu alist upp og kynnst í Þrótti – voru nú hættir formlegri boltaiðkun en langaði að leggja sitt af mörkum til að styðja félagið sitt. Mættu á heimavöll félagsins í Sæviðarsundi og þóttu með eindæmum, léttir, uppfinningarsamir og í það heila léttruglaðir á sinn gamanasama hátt. Mesta  hrósyrði sem leikmenn gætu fengið af þeirra hálfu, var að þeir væru köttaðir, þ.e. sjá mætti í línurnar í sundi. Og frá þessum hópi kom slagorð Þróttar, Lifi Þróttur, sem síðan hefur lifað með félaginu enda einstakt. 

Hvað er Köttari? – því var lýst á stofnfundinum:
Markmið Köttara er að elska og styðja Þrótt, ásamt því að skemmta sér og öðrum. Köttarar eru lævísir og liprir eins og kötturinn og fara sínar eigin leiðir. Orðið kemur upphaflega úr Þróttmikilli íþróttagrein en hefur síðan öðlast víðari merkingu. Það þykir til dæmis spennandi þegar tekið er köttað innkast. Kött er m.ö.o ákveðinn lífssstíll þótt varla verði stofnaður stjórnmálaflokkur um fyrirbærið.

Nokkur köttuð boðorð voru einnig kynnt til sögunnar:

  • Köttarar eru með línurnar í lagi, þ.e. rauðar, hvítar og lóðréttar.
  • Köttari hræðist ekki hið óþekkta, nema ef vera skyldi reglur KSÍ.
  • Köttarar eru meinlausir og kurteisir í sínum dónaskap.
  • Köttarar trúa á geimverur og líf eftir efstu deild.
  • Köttari klæðist korselett þegar honum finnst það viðeigandi.
  • Köttari hefur gott karma og fallega pússaða áru.
  • Köttarar trúa á endurholgun og benda á að Elvis Presley er Þróttari í dag.

 

Sumarið 1996 var runnið í garð og fyrsti stuðningsklúbburinn í sögu íslenskra íþrótta var mættur á völlinn. Frumsamdir textar kyrjaðir af miklu afli af þessum kjarnahópi, sem taldi líklega í frumkjarnanum svona 3-5 manns sem öllu stýrðu, í kringum 10 manns í næsta lagi og svo komu næstu 20-30. Enn erum við þó ekki komin í ysta lagið, því þar voru allir hinir Þróttararnir á vellinum – ekki síst krakkar, sem höfuð ógurlega gaman af því að sniglast í kringum Köttarana, læra lögin og syngja með. Enda höfðu foreldrar þeirra engar áhyggjur af krökkunum í þessum félagsskap – þótt annað slagið heyrðist smella í opnun dósar, þá var kurteisi alltaf viðhöfð – orðasóðaskap eytt við fæðingu, dómurum og andstæðingum hampað sem vinum og í það heila fjörugur og heilbrigður andi yfir öllu. Hver man t.d. ekki eftir því þegar andstæðingur lá í valnum, þá var sungið „jafna sig, jafna sig“ en ekki útaf með hræið eins og tíðkaðist. Þessi framkoma er líklega eitt það allra merkilegasta við stofnun þessa fyrsta stuðningsklúbbs Íslands og var eftirtektarvert að önnur félög tóku  þessa hegðun upp í framhaldi þegar þau stofnuðu sína stuðningsklúbba. Hjá Kötturnum þótti nefnilega ekkert fyndið að vera dónalegur á vellinum – það voru nógu margir í þeim fasa – það var þvert á móti fyndið að vera kurteis. Þeir sem gátu ekki fellt sig við þessa nálgun, fengu fljótlega að vita að fjarveru þeirra væri óskað ef þeir breyttu ekki um stíl.  Þess má geta að Köttararnir fengu háttvísisverðlaun KSÍ á þessum tíma og heiðraðir sérstaklega af því tilefni.

Markaðssetning á íþróttafélagi

En Köttið snérist ekki bara um stemmningu á vellinum, heldur markaðssetningu á íþróttafélagi. Heilsíðuauglýsingar fóru að birtast í dagblöðum, sú fyrsta kom fyrir stofnfundinn og margar fleiri í kjölfarið. Í þessum auglýsingum var boðskapnum komið á framfæri og fólk hvatt til að Kötta sig inn í fjörið. Þróttur átti ekki í miklum vandræðum með að fá stuðningsfyrirtæki til að bakka upp þessar auglýsingar – það vildu flestir tengjast þessari frumlegu íþróttahreyfingu, sem var komin fram á sviðið með gleði, fjöri og æðruleysi. Í kjölfarið komu síðan skrúðgöngur í fylgd lögreglu og hertrukka, þar sem gengið var frá Sæviðarsundi á völlinn í Laugardal. Árið eftir var svo vörubílalest frá Sæviðarsundi í Laugardal, þar sem síðasti leikur sumarsins fór fram og  fyrsta skóflustunginn tekin að nýju félagshúsi í Laugardalnum. Leitað var til vörubílastöðvarinnar Þróttar, sem lagði til 8 treilera til að flytja fólkið í Laugardalinn undir fyrirsögninni, Þróttur flytur Þrótt. Um 400 manns fóru uppá pallana á vörubílunum, sem keyrðu um hverfið í lögreglufylgd með tilheyrandi lúðrablástri – íbúar hverfisins annað hvort úti veifandi, eða í gluggum veifandi.

Það er rétt hægt að ímynda sér hvað þessi stemmning hafði mikil áhrif. Ekki bara í Þrótti og hjá öðrum íbúum Þróttarbæjarins, heldur langt út fyrir félagið. Fjölmiðlar tóku við sér og urmull viðtala fór að birtast í dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi. Það var einfaldlega spurt, hvað er að gerast? hvað er Köttari, hvernig varð þetta til. Í kjölfarið gekk Þrótti betur að semja við styrktaraðila og í það heila varð allt starf félagsins mun skemmtilegra og auðveldara – sjálfboðaliðar auðsóttari, völlurinn betur sóttur og fullyrða má, að t.d. fólki úti á landi, sem ekki átti sér lið í bænum, snérist á sveif með þessum fjöruga klúbbi. Úrklippur úr þessari upphafssögu Köttaranna má finna í úrklippubók í Þróttarheimili, sem nú liggur þar frammi.

Flestir klúbbar eiga sér stuðningsklúbba í dag, misvirka reyndar. Við Köttarar erum þannig í dag, misvirkir. Staðreyndin er sú, hér á landi sem og alls staðar á völlum heimsins, svona stuðningsklúbbar eru byggðir upp og í kringum stráka á aldrinum 18 ára og uppúr, stráka sem hafa gaman af því að taka nokkra bauka fyrir leiki og skemmta sér á vellinum. Fáir endast lengi, verða fjölskyldumenn og ýmsar skildur koma í veg fyrir að þeir geti leyft sér þennan lífsstíl. Þetta kom fyrir rót Köttarana, upphafsmennirnir hurfu smám saman og endurnýjun átti sér ekki stað. Hjá okkur kom reyndar upp  öflug kynslóð mörgum árum seinna og voru ekki síður sprækir en upphafsmennirnir. En það var erfitt að koma í veg fyrir að þeir eltust líka, stofnuðu sambönd og fóru í nám eða vinnu. Þriðja kynslóðin var reyndar að banka uppá fyrir 2-3 árum en virðast hafa elst ansi snögglega. Í sjálfu sér má því að segja að upphafsmennirnir eru aftur komnir á sinn stað, afar myndarlegir afar, sem rifja reglulega upp gömlu textana. En okkur vantar hið sanna Kött aftur – að Þróttur verði aftur svona skemmtilegur og fyrirmynd annarra félaga. Eitt er víst, sú stemmning sem nú er oft á völlum landsins og á landsleikjum er komin frá okkur.

Upp með Köttið og lifi Þróttur

Haukur Magnússon K1

(Lag: Let the Sunshine)

Lifi Þróttur, lifi Þróttur
og lýsi Þér.
(Endurtekið eftir smekk, vilja og raddstyrk)

(Lag: We Will Rock You)

Lifi, lifi Þróttur – Þróttur
Lifi, lifi Þróttur – Þróttur
(Einhver áræðin/n spinnur millikafla, efnistök eru frjáls)

(Lag: Jesús er besti vinur barnanna)

Þróttur er besti vinur barnanna
Þróttur er besti vinur barnanna
Alltaf er hann hjá þér
Aldrei fer hann frá þér
Þróttur er besti vinur barnanna

(Lag: Ó Jesús bróðir besti)

Ó Þróttur bróðir besti
og barna vinur mesti
Æ, breið þú blessun þína
Á báðar rendur mínar

(Lag: Those were the days)

Við erum Þróttarar
Við erum Þróttarar
Við erum Þrótt- við erum Þróttarar

O.s.frv. og endar í lalalalalalalala…

(Lag: Here We Go. Breskt fótboltabullulag)

Bíta gras, Bíta gras, Bíta gras
Bíta gras, Bíta gras, Bíta gras

(Lag: Ég vildi ég væri Hænu hanagrey)

Það er svo gaman að vera Þróttari
Það er svo gaman að vera Þróttari
Við bombum allir langt og hátt
Og andstæðinginn leikum grátt
Það er svo gaman að vera Þróttari

(Lag: Here We Go. Breskt fótboltabullulag)

Jafna sig, Jafna sig, Jafna sig
Jafna sig, Jafna sig, Jafna sig
Systir hennar Vöndu Sig

(Lag: Here We Go. Breskt fótboltabullulag)

Koma svo, koma svo, koma svo
Koma svo, koma svo, koma svo
Koma svo allt of fljótt.

(Lag: Söngur ræningjanna)

Við erum allir Þróttarar
Og allt leikur í lyndi
Því Þróttur er okkar uppáhald
Og allra augna yndi
Við erum allir köttaðir
Og [nafn þjálfarans] er okkar þjálfari
Hann kann ekki að tapa
Hann vill ekki tapa
Köttaðasti þjálfari á íslandi
Bomm, bomm, bomm, bomm
Bomm, bomm, bomm, bomm
Þróttur, Þróttur, Þróttur, Þróttur

(Lag: Poppstjarnan, Bubbi Mortens)

Í dag þeir eiga að ganga inn á völlinn
Rauð hvít nælonklædd kyntröllin
Mótherjarnir skjálfandi á þá mæna
Hræddir um að verða teknir til bæna
Við erum Þróttarar við erum Þróttarar hoj.

 

(Lag: Hausverkun, Botnleðja)

Þróttur er okkar heimalið! Dududu.
köttararnir styðja þig! Dududu
nú er það byrjað, við getum ekki hætt að styðja! Duruddu durududdúúúú
Mér líður eins og Þróttur eigi skilið að vinna.! daruddú durududdúúúú…
Þróttttttarar, durudú
Köttarar, durudú
Nú er það byrjað við getum ekki hætt að styðja! Duruddu durududdúúúú
Mér líður eins og Þróttur eigi skilið að vinna.! daruddú durududdúúúú…

(Lag: Vertu til er vorið kallar á þig)

Vertu til er stúkan kallar á þig!
Vertu til að breyta gangi leiks!
Komdu út því að köttari vill sjá þig!
Sprett´af stað og settu sirka eitt! HEY!!!
Sprett´ af stað og settu sirka eitt! HEY!!!

(Lag: Bíddu pabbi, Villi Vill)

Bíddu (leikmaður) bíddu mín.
Bíddu því ég næ ei til þín!
Því þú hleypur/sólar svo hratt, að vörnin þeirra hvellsprakk!
Bíddu (leikmaður) bíddu mín.

 

(Lag: Lommér að sjá, Todmobile)

Við syngjum Hey þróttur, leimmér að sjá, setjið vélina í gang, og völtum yfir þáááá..
Við syngjum Hey þróttur, leimmér að sjá, setjið vélina í gang og völtum yfir þáááá….

Þrótt – ÞRÓTT, ur – UR. úúúúúúúú
Kött – KÖTT, ari – RI. úúúúúúúú
Þróttur elskar Köttara,
Köttarar elska Þrótt,
Þróttur er mín eina ást,
Ég styð Þrótt, dag sem nótt
Þrótt – ÞRÓTT, ur – UR. úúúúúúúúú
Kött – KÖTT, ari – RI. Úúúúúúúúú

(Lag: You are my sunhsine)

Þú ert minn Þróttur
Minn eini Þróttur,
Þú gefur þol ef,
Ég get ei meir.
Ég veit ekki,
Hvar ég væri,
Ef þróttur færi hjarta mínu úr!

(Lag: Litalagið)

Rautt, hvítt, rautt
er liðið okkar Þróttur.
Rautt, hvítt, rautt
er stóra stoltið mitt.
Allt sem er Rautt, hvítt
finnst mér vera fallegt,
fyrir vin minn, stóra köttarann!

(Lag: Í leikskóla er gaman)

Á Valbirni er gaman,
hér standa allir saman,
Við styðjum heim´og´heiman
og allir syngja með.
Með blóði tár og svita,
Þróttararnir vita,
að stigin eru oooooookkaaaaar
Við vinnum þennan leiiiiiiiiiik!

(Lag: Litlir kassar)

Litlir kallar uppí stúku
litlir kallar sem ekkert heyrist í
litlir kallar að reyna´ð kalla
litlu kallar farið heim!

(Lag: Ein stutt, ein löng)

Ein stutt, ein löng, Fast skot í stöng!
Og boltinn í netinu söng!

Doddi er mjór, Jacko er stór
Og Bjarki í úthlaupið fór!

(hér eru svo endalausir möguleikar við ýmis tækifæri í leiknum)

(Lag: Nú er úti norðanvindur)

Allt er gott í Laugardalnum.
(andstæðingar) (nú) liggja í valnum.
Stefnum beint að frægðarsalnum.
Ætlum okkur þangað inn, elsku bestu vinur minn.
Úmbarassa úmbarassa, úmbarassassa! 4x.

Þessi leikur löngu búinn
Stúkan löngu orðin fúin.
(stuðningsmannasveit) er (nú) orðin lúinn.
Þyrfti helst að sparka þeim,
alla leiðina út í geim.
Úmbarassa, úmbarassa, úmbarassassa! 4x.

Köttarar úr sætum rísa.
Sigurinn nú eigum vísann.
Upp með hendur sýnið bísann.
Nú ætlum við að beit´onum
gagnvart þessum portkonum.
Úmbarassa, úmbarassa, úmbarassassa. 4x.