Nýr og glæsilegur búningsklefi fyrir mfl Þróttar kvk í knattspyrnu

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu fékk í dag afhentan nýjan búningsklefa sem hæfir liði í Pepsí Max-deildinni. Öll aðstaða verður betri fyrir stelpurnar og þjálfarana. Klefinn er með nýjum skápum, nýjum og stærri ísskáp, með einstaklings-og hópmyndum af þeim og allt nýmálað ofl. Stelpurnar voru hæstánægðar með nýja klefann. Þróttur þakkar stjórn knd Þróttar fyrir þessar veglegu framkvæmdir. Lifi…!